02.11.1937
Neðri deild: 17. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í C-deild Alþingistíðinda. (1916)

61. mál, landhelgislögregla

Flm. (Gísli Guðmundsson) :

Þetta frv. á þskj. 70 er, eins og segir í grg. þess, flutt að tilhlutun hæstv. dómsmrh. Það felur í sér löggjöf, sem ætlazt er til, að komi í staðinn fyrir núgildandi lög um varðskipin og skipverja á þeim. — Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um málið á þessu stigi. Ég skal láta mér nægja að vísa til grg. þess, þar sem á það er bent, hver aðalatriðin séu. En aðalatriði þessa frv. eru í stuttu máli að ákveða um störf þeirra manna, sem á varðskipunum vinna, og ráðning þeirra, þar sem þeir eru gerðir að föstum starfsmönnum, og um launakjör.

Ég vil leggja til, að frv. verði vísað til 2. umr. og sjútvn.