10.11.1937
Neðri deild: 24. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 211 í C-deild Alþingistíðinda. (1965)

78. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson) :

Ég vil aðeins benda á, að það var ekki rétt hjá hv. flm., að veðráttan fyrir Norðurlandi hafi verið frekar óhagstæð til síldveiða síðastl. sumar. Hún var þvert á móti frekar hagstæð. Hitt þori ég ekkert að fullyrða um, hvort rétt hafi verið hjá hv. þm., að eitt veiðiskipanna hafi orðið að bíða alls hálfan veiðitímann eftir löndun. Hafi það orðið að liggja svona lengi inni, þá hygg ég, að einhverjar fleiri ástæður hafi valdið en tregða á lönduninni.