26.11.1937
Neðri deild: 36. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 256 í C-deild Alþingistíðinda. (2031)

112. mál, bifreiðaskattur o. fl.

Ísleifur Högnason:

Ég mun ekki eyða mörgum orðum að frv. þessu. Það stefnir að því sama og frv. það, sem síðast var til umr., að afla ríkissjóði tekna hjá þeim, sem eitthvað eiga og geta borgað, en ekki hinum fátæku og efnalausu, sem ekkert geta borgað. Hér er farið fram á að taka nokkurn skatt af einkabifreiðum til tekna fyrir ríkissjóðinn, sem nemi 100 kr. af hverri bifreið, auk 30 kr. í þungaskatt af hverjum 100 kg. af þunga þeirra. Eins og kunnugt er, þá er mikið hér til af einkabifreiðum, sérstaklega í Reykjavík, svo hér gæti orðið um töluverðan tekjustofn að ræða fyrir ríkissjóðinn.

Hvað snertir atvinnu bifreiðarstjóranna, ef frv. hefði þau áhrif, að einkabifreiðum fækkaði, þá hygg ég, að ekki þurfi að gera ráð fyrir, að hún minnkaði neitt sem um munaði, því að fólksflutningurinn myndi bara aukast með leigubifreiðunum, að sama skapi sem hann minnkaði með hinum.

umr. lokinni óska ég frv. vísað til 2. umr. og fjhn.