03.12.1937
Neðri deild: 41. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 277 í C-deild Alþingistíðinda. (2048)

114. mál, Háskóli Íslands

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég vil aðeins geta þess til upplýsingar fyrir hv. síðasta ræðumann, sem virðist eiga mjög erfitt með að greina á milli dómnefndar, sem skipuð er til þess að gera till. um ákveðið mál, og dómsvalds hæstaréttar, að nefndin hefir aðeins rétt til þess að gera tillögur, sem á engan hátt eru bindandi, aðeins fengnar til leiðbeiningar. En hæstréttur hefir aftur á móti vald til þess að kveða upp rökstudda dóma, sem ekki verður breytt af öðrum dómstólum.