10.12.1937
Efri deild: 46. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 343 í C-deild Alþingistíðinda. (2105)

32. mál, fiskveiðasjóður Íslands

*Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti! Mín framsaga í þessu máli getur verið stutt. Málið í heild sinni hefir verið reifað svo oft hér á Alþ. Það má segja, að almennt samkomulag sé um að efla fiskveiðasjóð Íslands og gera hann betur hæfan til að vinna sitt hlutverk. Hinsvegar greinir nokkuð á um leiðir í þessu efni, en um það atriði var ekki rætt í n. En nm. hafa áskilið sér rétt til að bera fram brtt. við gr. frv. undir meðferð málsins. Ég hefi ekki orðið þess var, að þessar brtt. séu komnar fram, og geri ég ráð fyrir, að þeir hinir sömu ætlist til, að málið gangi til 3. umr. áður en þeir gera við það brtt. Ég skal segja það fyrir mitt leyti sem flm., að ég vil að vísu, að málið gangi fram, en ég er á engan hátt fjarri því að fallast á skynsamlegar brtt., sem fram kynnu að koma, og er þá þess að bíða. Á þessu stigi málsins vil ég ekki fjölyrða um það frekar, en vona, að það verið látið ganga áfram til 3. umr.