10.12.1937
Efri deild: 46. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 343 í C-deild Alþingistíðinda. (2106)

32. mál, fiskveiðasjóður Íslands

Ingvar Pálmason:

Það er rétt hjá hv. þm. Vestm., að n. var sammála um, að það bæri að efla fiskveiðasjóð eftir því sem möguleikar standa til. En hvað brtt. snertir, þá er það svo, að sjútvn. hefir undanfarið haft mikið annríki og hún hefir látið önnur mál sitja fyrir, af því við höfum litið svo á, að það væri hæpið, að þetta frv. næði fram að ganga. við munum hinsvegar taka þetta til athugunar milli 2. og 3. umr., en fylgjum allir frv. til 3. umr.