28.10.1937
Efri deild: 13. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 368 í C-deild Alþingistíðinda. (2134)

33. mál, tekjur bæjar- og sveitarfélaga

Jón Baldvinsson:

Það er nokkurn veginn víst, að það kemur fjöldi mála til fjhn. á þessu þingi. Og þegar þess er gætt, að sömu menn voru í allshn. á síðasta þingi, sem eru nú, sýnist mér það miklu skynsamlegri vinnubrögð að láta þá menn hafa nú með málið að gera, sem hafa fjallað um það, ekki aðeins á einu þingi, heldur oftar. Ég held því fast við mína till. og tel rétt, að slík mál sem þessi fari til allshn.