16.12.1937
Neðri deild: 52. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í D-deild Alþingistíðinda. (2234)

137. mál, Háskóli Íslands

*Gísli Sveinsson:

Herra forseti! Ég ætla ekki að ræða málið, heldur tala ég utan dagskrár. Ég vil út af orðum hæstv. forseta taka það fram, að það er rétt hjá honum, að Sjálfstfl. er tilbúinn til að taka þátt í útvarpsumr. um þetta mál. Ég tel, að þær umr. hefðu átt að fara fram, og þær hefðu vel getað farið fram, ef hv. flm. og aðrir, sem þar að standa, hefðu ekki tafið málið. Þetta er hæstv. forseta kunnugt, þó hann hafi rökstutt þetta á annan hátt. Nú skilst mér, að það sé á valdi hæstv. ráðh. að halda fram sinni kröfu og láta útvarpsumr. fara fram um málið, og ég sting upp á, að þær fari fram síðdegis næstkomandi laugardag. Það er ekkert. sem getur mælt á móti því, nema af vera skyldi, að hlutaðeigendur óski ekki eftir að ræða málið í áheyrn alþjóðar.