16.12.1937
Neðri deild: 52. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í D-deild Alþingistíðinda. (2243)

137. mál, Háskóli Íslands

*Sveinbjörn Högnason:

Ég vil geta þess í sambandi við ummæli hv. þm. Snæf., að mjög auðvelt væri að ljúka umr. um málið síðasta kvöld þingsins, að nokkur ástæða er til að halda, að ekki séu full heilindi að baki kröfum hv. sjálfstæðismanna um að taka málið nú af dagskrá, — þó að ég hafi að vísu ekki trúað því hingað til eftir framkomu hv. þm. V.-Sk. að dæma. En mér virðist flokkurinn vera að skapa sér aðstöðu til að beita málþófi og vil benda á, að hann heftir ekki alltaf klígjað við því fyrr, — og er því ekki oftreystandi þeim mönnum á seinasta augnabliki þingsins. — Ég vil ekki láta svæfa málið. Ég vona líka, að hér séu ekki hættulegir kraftar að vinna því tjón. Og þess krefst ég afdráttarlaust, að útvarpsumræður fari fram um málið, þó að ekki verði fyrr en eftir þinglausnir.