16.12.1937
Neðri deild: 52. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í D-deild Alþingistíðinda. (2246)

137. mál, Háskóli Íslands

Einar Olgeirsson:

Ég vil vekja alhygli á því, að fjárlögin eru enn órædd, en þingslit fyrirhuguð á mánudag. Áður hefir 2. umr. þeirra verið löng, en stóð nú aðeins 2–3 klst. Þannig er vitanlegt, að 3. umr. verður eina umræðan, sem gæti orðið nokkuð rækileg. Í öðru lagi hafa stjórnarandstæðingar fallizt á að stytta útvarpsumræður um fjárlögin um þriðjung, til að flýta fyrir þinginu. Ef við það vinnst tími til útvarpsumræðna um eitthvað annað, væri nær að ræða ekki um þessa embættisveiting, heldur eitthvert af þeim stórmálum, sem alþjóð varðar um. — Ég er andstæður þessum umr. og vil, að Alþingi hugsi fyrst þau þörfu mál, sem fyrir liggja.