29.10.1937
Sameinað þing: 4. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 156 í D-deild Alþingistíðinda. (2430)

20. mál, landhelgisgæzla

*Flm. (Sigurður Kristjánsson) :

Það er alveg rétt, að þetta fé mundi hrökkva skammt til þess að byggja skip af sömu stærð og t. d. „Ægir“. En það er nú ekki fullrannsakað mál, hvaða stærð mundi heppilegust fyrir varðskip. Og svo er hitt, að landhelgissjóður hefir árlega nokkrar tekjur, og er því ekki vist, að þetta mundi þurfa að koma svo mikið við ríkissjóð beinlínis, en náttúrlega kæmi það óbeint niður á ríkissjóði, ef varið væri t. d. teljum landhelgissjóðs þetta árið og það næsta í þessu skyni. Það yrði til þess, að ríkissjóður yrði að leggja meira til rekstrar varðskipanna.

En eins og ég tók fram í upphafi, þá fer því fjarri, að ég hafi nokkurn hlut á móti því, að málinu sé vísað til n., en þá vil ég mælast til þess, að hún hraði málinu sem mest.