16.11.1937
Efri deild: 28. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 308 í B-deild Alþingistíðinda. (246)

62. mál, slysabætur

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. er eitt

af fleirum um heimild fyrir ríkisstj. til þess að láta öðlast gildi ákvæðin í milliríkjasamningi frá 3. marz 1937.

Frv. þetta fjallar um það atriði samningsins, sem er um gagnkvæmar slysatryggingar í Norðurlandarikjunum, og er aðeins farið fram á það, að ríkisstj. veitist lögheimild til þess að láta þetta atriði samningsins öðlast gildi.

Þetta er aðeins formsatriði, og þau mál sama eðlis, sem nú hafa legið fyrir þinginu og þegar hafa fengið afgreiðslu, hafa öll verið samþ. einum rómi, og allshn. þessarar d. leggur til, að svo verði einnig gert um þetta mál.