11.11.1937
Sameinað þing: 5. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 165 í D-deild Alþingistíðinda. (2463)

73. mál, fóðurbætiskaup

Flm. (Brynjólfur Bjarnason):

Eins og kunnugt er, voru í mörgum héruðum landsins meiri óþurrkar á síðastl. sumri er þekkzt hafa í manna minnum. Samtímis geisar fjárpest um þessi héruð og ýms fleiri óhöpp steðja að íbúum héraða þessara. Ég hygg, að þess muni vera almennt vænzt, að Alþingi rétti hjálparhönd þessu fólki, og skil ég ekki í öðru en hv. alþm. sjái, að hjá því verður ekki komizt. Í þáltill. okkar kommúnista, sem hér liggur fyrir, er lagt til, að því fjárframlagi ríkissjóðs samkv. l. nr. 80 1936, um fóðurtryggingasjóði, sem ekki kemur til útborgunar á þessu ári, verði varið sem óafturkræfum styrk til bænda til fóðurbætiskaupa, sem þeim eru nauðsynleg vegna lélegra heyja, en geta hinsvegar ekki gert af eigin rammleik. Þá er í nefndum 1. líka gert ráð fyrir, að veita megi óafturkræfan styrk, ef sérstakt harðæri ber að höndum, en framlag ríkissjóðs til fóðurtryggingasjóða skal vera allt að 75 þús. kr. Í fjárl. þessa árs eru veittar 15 þús. kr. á ári, og yrði þá sá styrkur, sem þáltill. felur í sér, samtals 60 þús. kr. Það, sem mér finnst helzt hægt að hafa á móti þessari till., er það, að þessi styrkur hrökkvi skammt, en þegar tekið er tillit til hins almenna barlóms meðal þm. fyrir ríkissjóðinn, þá verður að virða til vorkunnar, þó ekki sé meira lagt til að þessu sinni. Þetta yrði þó að meðaltali 300 kr. styrkur á 200 heimili. Ef einhver hv. þm. kynni að sjá leið til þess að hafa þennan styrk hærri, þá væri okkur flm. ljúft að fylgja slíkri till.

Að svo mæltu óska ég till. vísað til siðari umr. að þessari umr. lokinni.