18.12.1937
Sameinað þing: 16. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 181 í D-deild Alþingistíðinda. (2481)

91. mál, síldarmjöl til fóðurbætis

Eiríkur Einarsson:

Ég vil ítreka það, að þessi meðferð sannar bezt, að sleifarlag hefir verið á afgreiðslu málsins í þessum hv. n., og geri ég ekki ráð fyrir, að það mælist yfirleitt vel fyrir.

Hv. 2. þm. Árn. gat þess, að ríkisstj hefði gert ráðstafanir til þess, að bændur gætu fengið fóðurmjöl við framleiðsluverði. Má vera. að hæstv. stj. hafi ætlað sér þetta, en þetta verð varð þó í rauninni nokkru hærra.