20.11.1937
Neðri deild: 31. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 312 í B-deild Alþingistíðinda. (280)

54. mál, vörumerki

Frsm. (Garðar Þorsteinsson):

Eins og sést á greinargerð þessa frv., er það breyt. á lögunum frá 1903 í því eina atriði, að lengdur verði fresturinn til að skrásetja vörumerki úr fjórum mánuðum í sex. Það er gert til þess að samræma hin íslenzku lög við þá samþykkt, sem fulltrúar menningarlandanna margra gerðu í London 2. júní 1934 um að fresturinn skuli vera sex mánuðir. — Nefndin hefir orðið sammála um að mæla með, að frv. verði samþykkt.