22.11.1937
Neðri deild: 32. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 338 í B-deild Alþingistíðinda. (346)

10. mál, fasteignamat

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Þetta frv. er komið frá Ed. Það gerir ráð fyrir nokkrum hreyt. á fyrirkomulagi fasteignamats frá því, sem er í gildandi l. Og aðalbreyt., sem samþ. var í Ed., er í því fólgin, að yfirmatsn. í sýslunum eru afnumdar en sett ein yfirmatsn. fyrir landið allt, er starfi áframhaldandi frá því að mat hefst og þar til því er lokið. Þessi n. á einnig að hafa eftirlit með millimötum, sem hingað til hefir verið mjög lélegt.

Ég vil óska þess, að frv. verði vísað til fjhn. að aflokinni þessari umr.