22.11.1937
Neðri deild: 32. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 338 í B-deild Alþingistíðinda. (356)

90. mál, útflutningsgjald af síld o. fl.

Frsm. (Sigurður Kristjánsson) :

N. er sammála um að leggja til, að þetta frv. verði samþ.

Í frv. er ekki um aðra breyt. að ræða frá núgildandi l. en að það megi endurgreiða innflutningstoll af sykri, sem notaður er til sykursöltunar á fiski. En ég hefi þar að auki leyft mér að bera fram brtt. um það, að öll þau efni, sem notuð eru til verkunar grásleppuhrogna, njóti sama réttar. Það er byrjað á útflutningi á þessari vöru, þó að í smáum stíl sé, og við verkunina hafa verið notuð ýms kemisk efni, sem menn vita næsta lítið deili á. En á þessum efnum er talsverður tollur. En innflutningur er svo lítill, að þetta getur ekki munað ríkissjóð neinu að ráði, en hinsvegar gæti þessi tollur orðið til þess að draga úr þessum tilraunum manna og orðið til tjóns fyrir framleiðslu þessarar vörutegundar.