30.11.1937
Efri deild: 39. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 340 í B-deild Alþingistíðinda. (378)

99. mál, stimpilgjald

Frsm. (Jón Baldvinsson) :

Það voru ekki nema 2 nm. á fundi, þegar málið var afgr., en ef 3. nm., hv. 1. þm. Reykv., hefir eitthvað við það að athuga, þá segir hann til þess.

Við teljum það sjálfsagt, að þetta frv. verði samþ., en erum ennþá þeirrar skoðunar, sem við vorum, þegar það var hér síðast á ferðinni. að tímatakmark beri að setja í l., svo að þetta gildi ekki um aldur og æfi, því að sjálfsagt ber að stefna að því, að skjöl, sem ganga manna á milli, séu stimpluð, svo sem skylt er samkv. l. En með þessum l. er það játað, að oft standi þannig á, að það sé ekki af ásetningi hjá mönnum að stimpla ekki skjöl sín heldur blátt áfram ókunnugleika. En að sjálfsögðu verður fjmrh., sem fer með þessi mál, að gæta þess vandlega, að ekki séu veittar undanþágur í öðrum tilfellum en þeim, sem augsýnilega hefir ekki verið um neina hrekkvísi að ræða, til þess að komast hjá því að greiða þetta gjald. — Hinsvegar er það kunnugt, að manna á milli er í gangi mikið af víxlum og veðskuldabréfum, einkanlega til stutts tíma, sem ekki eru stimpluð, og verður að sjálfsögðu að reyna að koma í veg fyrir að slíkir hlutir geti viðgengizt, eftir því sem unnt er. Þess vegna þykir okkur rétt að láta þetta koma til kasta Alþ. við og við, því að þegar menn eru búnir að venjast þessum stimpilgjaldalögum í hæfilegan árafjölda, þá á hverjum manni að vera vorkunnarlaust að vita, að það ber að stimpla skjöl, og gæti því farið svo, að Alþ. þætti rétt að nema þessa heimild úr gildi og láta allt varða sektum.

Fyrir þessa sök leggjum við nm. til, svo sem segir á þskj. 203, að frv. verði samþ. með þeirri einu breyt., að aftan við 1. gr. þess bætist: til 1. júlí 1940. — Kemur þá til kasta Alþ. að framlengja þessi 1., eða fella heimildina alveg úr gildi, eftir því hvað mönnum þá sýndist um það. En það er hætt við, að frekar gleymdist að taka málið upp aftur, ef nú yrði veitt nokkurskonar eilífðarheimild handa stjórnarráðinu til þess að lækka sektir samkv. l. þessum, eða jafnvel láta þær alveg falla niður.