02.12.1937
Efri deild: 40. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 355 í B-deild Alþingistíðinda. (434)

120. mál, Eyri við Ingólfsfjörð

Frsm. (Ingvar Pálmason) :

Þetta frv. er flutt að beiðni forsrh., eins og stendur í grg. Efni þess er einfalt og auðskilið, sem sé, að ríkisstj. verði heimilað að selja hluta úr landi jarðarinnar Eyrar. Landspilda sú, sem um ræðir, á að vera 200 metrar frá sjó og upp til fjalls, eftir því sem atvinnureksturinn þarfnast, og á að selja hana hreppsn. Árneshrepps. Fyrir liggur beiðni frá hreppsn., og ástæður eru þær, að þarna er fyrirhugað að reisa litla síldaverksmiðju í sambandi við síldarsöltun. Með því að tryggja hlutaðeigendum varanlegan afnotarétt af þessari landspildu, er hægt að reisa verksmiðjuna. Það er venja, þegar sveitarfél. fara fram á slíkt, að það er heimilað, og ég sé ekki ástæðu til að mæla á móti því.