04.12.1937
Neðri deild: 42. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 357 í B-deild Alþingistíðinda. (453)

97. mál, skatta- og tollaviðauki 1938

Frsm. (Skúli Guðmundsson) :

Mér láðist að geta þess við 2. umr. þessa máls, að einn nm. í fjhn., hv. þm. G.-K., hafði skrifað undir nál. með fyrirvara. Hann var ekki staddur hér þá til þess að gera grein fyrir fyrirvara sínum, og hann er ekki heldur mættur hér í d. núna. Ég vildi því vekja máls á því við hæstv. forseta, hvort hann vilji ekki fresta umr. um stund, ef hv. þm. kæmi, svo honum gæfist þá kostur á að taka til máls.