04.12.1937
Neðri deild: 42. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 357 í B-deild Alþingistíðinda. (455)

97. mál, skatta- og tollaviðauki 1938

Ólafur Thors:

Ég get ekki sagt, að ég sé þessu frv. samþ., en hefi þó skrifað undir nál. með fyrirvara. Sá fyrirvari liggur í því, að ég og eiginlega allir Sjálfstæðismenn á þingi erum andvígir ýmsum þeim skattstofnum, sem hagnýttir eru með þessu frv. Hinsvegar sé ég mér ekki fært, eins og nú standa sakir, bæði með tekjuþörf ríkissjóðs og framkvæmdir þeirra mála, sem bundin eru þessari tekjuöflun, að leggja til, að ríkissjóður fari þessara tekna á mis, og ber því ekki fram till. um að fella frv.