16.12.1937
Efri deild: 51. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 432 í B-deild Alþingistíðinda. (527)

13. mál, sauðfjárbaðanir

Frsm. (Páll Zóphóníasson) :

Á málinu hafa í Nd. aðeins verið gerðar tvær smávægilegar breytingar. Önnur er sú, að tekið hefir verið upp ákvæði, sem kom til tals í Ed., en var ekki tekið upp þar, að landbn. geti undanskilið frá þrifaböðun fé, sem líkur eru til, að geti stafað hætta af böðuninni. Var talið hér í d., að þessi undanþága komi af sjálfu sér, ef hennar gerðist þörf, þar sem baðanir fara fram undir eftirliti dýralæknis, en Nd. hefir þótt tryggara að hafa þetta ákvæði í l. Þá hefir verið bætt við 11. gr., að l. skuli þegar öðlast gildi. Þetta eru einu breytingarnar. Sú fyrri er þýðingarlítil og má vel standa, og sú síðari er til bóta.

Legg ég svo til, að frv. verði samþ. eins og það liggur nú fyrir.