14.12.1937
Efri deild: 49. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 434 í B-deild Alþingistíðinda. (543)

77. mál, bráðabirgðaverðtollur

*Jóhann Jósefsson:

Ég er hræddur um, að iðnn. sé hér á varhugaverðri braut. Ég hefi reynslu fyrir því, hvað kassar kosta hér og það efni, sem flutt er inn í þá. Mér líkar það illa, að settur sé sérstakur innflutningstollur á efni í kassa, auk þess sem áður lá á því samkv. öðrum greinum tolllaganna. Ég vildi gjarnan fá að heyra, hvort hv. frsm. iðnn. álítur ekki, að þetta verði til þess að kassar hækki yfirleitt í verði. Ég tel heppilegra, að málið væri tekið af dagskrá og umr. frestað, svo að hv. iðnn. geti kynnt sér málið betur. Nú er það svo, að kassar þeir, er hér eru unnir, eru dýrari en ef efnið er fengið tilhöggið frá útlöndum og kassarnir reknir hér saman. En þar sem við þurfum svo mikið á kössum að halda til útflutnings á framleiðsluvörum okkar, tel ég mjög varhugavert, ef farið yrði að tillögum hv. n., sökum þess að verð kassanna mundi hækka.