02.12.1937
Neðri deild: 40. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 437 í B-deild Alþingistíðinda. (566)

119. mál, tollheimta og tolleftirlit

*Frsm. (Stefán Stefánsson):

Frv. það, sem hér liggur fyrir, er flutt af fjhn. samkv. ósk hæstv. fjmrh. Frv. er allmikill bálkur í 6 köflum og 55 gr. Ég tel frv. mjög vandað og að undirbúningi þess hafa staðið hinir hæfustu menn. Ég vil geta þess, að fjhn. sendi Eimskipafélagi Íslands þetta frv. til yfirlits, og gerði það varatill. við 31. gr. frv., sem var tekin til greina af n.

Það má geta þess, að eldri ákvæði um tollheimtu og tolleftirlit eru mjög gamaldags og ófullnægjandi, en störf tollstjóra og tollþjóna eru mjög vandasöm og ábyrgðarmikil, svo að það er fyllsta þörf að samþ. þennan lagabálk, sem hér liggur fyrir, og vænti ég þess, að allir hv. þm. geti orðið á eitt sáttir um, að l. sé mikil þörf og láti frv. ganga í gegnum hv. d. ágreiningslaust.