08.12.1937
Neðri deild: 44. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 447 í B-deild Alþingistíðinda. (600)

103. mál, verðlag á vörum

*Frsm. (Gísli Guðmundsson) :

Ég hefi áður gert grein fyrir brtt. á þskj. 230 við 1. gr. frv., sem er nánast aðeins orðabreyting. Auk þeirrar till. eru hér fram komnar brtt. frá tveimur hv. þm. Það eru tvær brtt. frá hv. 8. landsk. og skrifl. brtt. frá hæstv. atvmrh.

Út af brtt. hæstv. atvmrh. skal ég taka það fram, sem hv. 8. landsk. hefir að nokkru leyti gert, að þegar allshn. ath. frv. nánar, sá hún, að ekki var samræmi milli fyrirsagnar frv., sem aðeins var miðað við nauðsynjavörur, og 1. gr. frv., sem náði yfir allar vörutegundir. Um þetta var talsvert rætt í n., og varð niðurstaðan sú, að flytja brtt. um að miða frv. aðeins við nauðsynjavörur, og var sú brtt. samþ. við 2. umr. Ég hygg það hafi verið skoðun allra hv. nm., að lengra ætti ekki að ganga, og ég fyrir mitt leyti get ekki séð neina knýjandi nauðsyn til að hafa 1. víðtækari; jafnvel þó komi fyrir vörutegundir eins og t. d. ávextir, sem vafi getur leikið á, hvort séu nauðsynjavörur eða ekki, þá sé ég ekki, að það skipti svo miklu máli, hvort heimilað er að setja á þær hámarksverð eða ekki.

Viðvíkjandi brtt. hv. 8. landsk. um, að Félag íslenzkra atvinnurekenda eigi fulltrúa í verðlagsn. í stað Landssambands iðnaðarmanna, þá hefi ég þegar við 1. umr. sett mig á móti henni. Síðan var þessi till. rædd í allshn., og gat meiri hl. n. ekki fallizt á hana, m. a. af því, að n. þessi er þannig hugsuð, að í henni komi sem jafnast fram sjónarmið seljanda og kaupanda, en oddastaðan fáist með skipun ráðh. á einum manni í n. Það er litið svo á, að Verzlunarráðið skipi fulltrúa atvinnurekenda í n., og þó segja megi, að Samband ísl. samvinnufélaga sé fulltrúi neytenda að öðrum þræði, þá er það þó frekar skoðað sem fulltrúi framleiðenda eða seljenda. Aftur eru fulltrúar Alþýðusambandsins og Iðnsambandsins skoðaðir fulltrúar neytenda. Hinsvegar ef Félag ísl. atvinnurekenda ætti fulltrúa í n., eins og hv. 8. landsk. leggur til, þá yrða seljendur yfirsterkari í n., og það getur meiri hl. allshn. ekki fallizt á. Auk þessa vil ég benda á tvö atriði í þessu sambandi. Landssamband iðnaðarmanna er félagskapur, sem nær yfir allt landið, líkt og Samband ísl. samvinnufélaga og Alþýðusambandið, en Félag ísl. atvinnurekenda nær aftur á móti ekki yfir nema takmarkað svæði, og þó Reykjavík sé mesti iðnaðarbær landsins, þá er einnig á öðrum stöðum um verulegan iðnrekstur að ræða. Í öðru lagi hafa verksmiðjurnar aðstöðu til að hafa áhrif á val fulltrúa í n. gegnum Verzlunarráðið eða Samband ísl. samvinnufélaga.

Af þessum ástæðum gátu fjórir af fimm mönnum í allshn. ekki fallizt á brtt. hv. 8. landsk., og er það því í raun og veru aðstaða n. að óska eftir því, að frv. verði afgreitt óbreytt.