15.12.1937
Efri deild: 50. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 450 í B-deild Alþingistíðinda. (616)

103. mál, verðlag á vörum

*Árni Jónsson:

Eins og ég veik að áðan, er í Landssambandinu fjöldi félaga, sem eingöngu eru mynduð af handverksmönnum eða kunnáttumönnum, allt frá félagi sótara að félagi hárgreiðslukvenna, og fæst af þessu fólki selur framleiðslu sína á markaði, svo að verðlagsákvæðin snerti það meir en t. d. meðlimi kennarafélags eða húsmæðrafélags.

Þegar hv. frsm. talar um, að neytendur þurfi málsvara í verðlagsnefnd hygg ég, að fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands og Sambandi ísl. samvinnufélaga uppfylli þá kröfu. Og því má ekki gleyma. að ráðh. ræður einum manninum í n., og býst ég við, að sá maður verði ekki þannig valinn, að hann gangi á snið við hagsmuni neytendanna.

Það er auðvitað rétt að koma í veg fyrir óeðlilega álagning bæði hjá íslenzkum framleiðendum og öðrum. En það þarf að rannsaka málið í hvert sinn og vita, hvort það, sem almenningi sýnist vera okur, er ekki í ranninni alveg réttlætanlegt. Því er það nauðsynlegt fyrir iðnaðinn að eiga fulltrúa í þessari nefnd.