27.10.1937
Efri deild: 12. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 451 í B-deild Alþingistíðinda. (624)

14. mál, Búnaðarbanki Íslands

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti! Meiri hl. landbn. leggur til, að frv. þetta verði samþ. óbreytt.

Það kom til tals í n. að senda frv. þetta til milliþingan. þeirrar, sem nú starfar í bankamálum. En þar sem frv. er ákaflega einfalt og grípur lítið inn í stjórn heildarbankastarfseminnar í landinu, þar sem það gengur ekki út á annað en að fækka bankastjórum Búnaðarbankans niður í einn bankastjóra og einn gæzlustjóra og að spara með því fé, þá sá meiri hl. n. ekki ástæðu til að senda milliþn. frv.

Ef á sínum tíma koma fram víðtækar till. frá milliþn. þessari, þá kemur það þó ekki neitt til baga, þó að það fé, sem þarna sparast, án þess að rýra neitt framkvæmdir bankans, verði sparað nú þegar. Þess vegna höfum við meiri hl. n. lagt til, að frv. verði samþ. nú þegar óbreytt.