27.10.1937
Efri deild: 12. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 453 í B-deild Alþingistíðinda. (626)

14. mál, Búnaðarbanki Íslands

*Forsrh. (Hermann Jónasson) :

Frv. þetta er ekkert stórmál. En út af þeim ummælum, sem hafa þó fallið um málið, vildi ég taka þetta fram:

Frv. var flutt á síðasta þingi og áður en milli þn. var skipuð í þetta mál, bankamálið. Það hefir verið tekið fram í þessum umr., að málið sé mjög einfalt. Og það virtist svo, sem allir flokkar væru nokkurn veginn sammála um það. þegar málið var flutt fram á síðasta þingi, að þessi breyt., sem á að gera samkv. frv., væri eðlileg. Og mér er óhætt að segja, að bankastjórarnir, sem 2 eiga sæti hér á Alþ., létu það þá báðir í ljós, að þeir teldu eðlilegt, að dreginn væri saman starfskostnaður við bankastjórnina svo sem frv. gerir ráð fyrir. Það er þess vegna eðlilegt, þegar á að leysa einföld málsatriði, sem menn hafa verið sammála um, áður en milliþn. er skipuð í þau mál í heild, séu ekki látin biða eftir áliti milliþn., sem skipuð er til að rannsaka vandameiri atriði málsins. Hér var milliþn. skipuð til að rannsaka flóknari bankamál en þetta atriði.

Ég held, að þetta einfalda mál sé alveg vorkunnarlaust að leysa á þessu þingi, eins og það hinsvegar hefði verið leyst á síðasta þingi, ef störf þess hefðu ekki hætt svo fljótt sem raun varð á og ekki þarf að rekja ástæður fyrir hér.

Það hefir þess vegna ekki verið gengið framhjá n., sem skipuð var til þess að rannsaka bankamálin, því að bankastjórarnir báðir og n. virtust sammála um, að þessi breyt. ætti að ganga fram. Virðist mér því, að þetta mál mætti ganga fram án þess að milliþn. fjallaði um það. Hún hefir miklu stærri mál að leysa.