27.11.1937
Efri deild: 37. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 459 í B-deild Alþingistíðinda. (642)

14. mál, Búnaðarbanki Íslands

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Hv. síðasti ræðumaður hefir snúið við blaðinu frá því að vilja allt spara við þennan banka og til afstöðu sinnar nú. Ég held, að fyrri till., þar sem árslaunin eru ákveðin 12000 kr., sem ekki má breyta, hvernig sem verðlag breytist, sé ekki til bóta. Í seinni brtt. er gert ráð fyrir, að árslaun gæzlustjóra verði 2000 kr. auk dýrtíðaruppbótar, svo að þau laun verða gerð hreyfanleg. Ég álít eins og hv. þm., að 2000 kr. auk dýrtíðaruppbótar sé nægileg laun fyrir gæzlustjórastarfið. Hinsvegar er ég á móti því, að laun bankastjóra séu rígskorðuð við 12000 kr., þvert ofan í alla venju, því að ef verðlag breytist, er ekki sanngjarnt, að þessi laun séu ekki hreyfanleg eins og laun annara starfsmanna. Það er því ósamræmi á milli fyrri og síðari brtt. Ég vil leggja til, að hv. d. samþ. síðari brtt. en felli þá fyrri.