14.12.1937
Neðri deild: 49. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 461 í B-deild Alþingistíðinda. (652)

14. mál, Búnaðarbanki Íslands

Jón Pálmason:

Eins og hv. frsm. tók fram, þá náðist ekki samkomulag í n. um þetta frv., en hitt er ekki rétt hjá honum að hann hafi haft vitneskju um, hver afstaða okkar hinna nm. væri, því að hvað mig snertir, þá lýsti ég því yfir í n., að ég sæi ekki ástæðu til að taka þennan þátt út úr bunkamálum landsins, þar sem nú væri starfandi mþn. í þeim málum, sem sennilega skilaði áliti fyrir næsta þing.

Þar að auki eru ákvæði í þessu frv., sem ég er algerlega mótfallinn, eins og t. d. það, að bankastjórinn hafi 12 þús. kr. laun og dýrtíðaruppbót að auk, því að þótt það sé kunningi minn, sem þarna á hlut að máli, þá tel ég þess háttar launakjör hreinar öfgar. — Ég vil þess vegna leggja fram rökst. dagskrá í þessu máli, sem þannig hljóðar:

„Þar sem nú er starfandi milliþinganefnd til þess að athuga og gera till. um bankamál landsins og full ástæða er til að gera margvíslegar breyt. á stjórn og rekstri bankans, þá telur deildin ástæðulaust að taka út úr aðeins það atriði, sem frv. fjallar um, og tekur því fyrir næsta mái á dagskrá.“

Ég sé svo ekki ástæðu til að ganga lengra inn á þetta mál, en ég þykist vita, að ýmislegt fleira geti komið til athugunar ef frekari umr. verða.