30.11.1937
Efri deild: 39. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 464 í B-deild Alþingistíðinda. (664)

117. mál, eignarnám í Grímsey

Bernharð Stefánsson:

Ástæðan til þess, að þetta litla frv. er hér borið fram, er tekin fram í grg. þess, og þarf ég þar sáralitlu við að bæta. Eins og þar greinir, er fyrir allmörgum árum byrjað á bryggjubyggingu í Grímsey, og hefir enn ekki náðst samkomulag við eiganda þess lands, sem bryggjan stendur á, um kaup á landinu. Þetta er hreppnum mjög bagalegt, og er því farið fram á það hér, að fá landið tekið eignarnámi samkv. l. — Hér ætti ekki að vera um mikilsvert atriði að ræða fyrir landeiganda, því að landspilda sú, sem samkv. frv. á að taka eignarnámi, er um flóð mikið til í sjó, og því sjálfsagt til lítilla nota fyrir eigandann, þó að hún hinsvegar sé nauðsynleg hreppnum vegna bryggjunnar.