18.12.1937
Efri deild: 52. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 473 í B-deild Alþingistíðinda. (726)

133. mál, tekjuskattur og eignarskattur

*Frsm. (Jón Baldvinsson). Þetta frv. er eins og hv. dm. sjá þess efnis, að ekki megi færa á milli ára tap eða skuldir, sem gefnar hafa verið eftir fyrir ráðstafanir þess opinbera. Þegar þær eru strikaðar út, svo sem með framlögum úr ríkissjóði eða samningum við banka, er ekki eðlilegt, að fólk geti haft þær í bókum sínum á milli ára og dregið þær frá tekjuskattinum. N. leggur til, að frv. verði samþ. Það er undirbúið af skattstofunni og verður að teljast réttmætt.