24.11.1937
Neðri deild: 34. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 475 í B-deild Alþingistíðinda. (751)

109. mál, hafnargerð á Hofsósi

*Flm. (Steingrímur Steinþórsson). Við þm. Skagf. höfum leyft okkur að flytja hér á þskj. 174 frv. til laga um hafnargerð á Hofsósi. Frv. fylgir allýtarleg grg., sem ég mun að mestu leyti láta nægja sem rökstuðning fyrir frv., aðeins bæta við nokkrum orðum til skýringar.

Hofsóskauptún mun vera elzti verzlunarstaður við Skagafjörð, og einn elzti verzlunarstaður landsins. Frá náttúrunnar hendi bagar þarna þannig til, að mjög var auðveit að gera þar örugga lendingu. Síðustu áratugina hefir myndazt þarna dálítið þorp, og lifa þorpsbúar nú orðið aðallega á sjávarútvegi. Áður var Hofsóskauptún svo að segja dauður bær á sumrin; íbúarnir fóru til Siglufjarðar og stunduðu þar ýmsa hlaupavinnu, sem þeir gátu náð í. En nú síðustu árin hefir þetta breytzt þannig, að fyrir tilstilli kaupfélagsins þar hefir komizt þar upp dálítill vélbátáfloti, sem íbúar kauptúnsins framfleyta sér á eins og sakir standa. Undanfarin tvö sumur hefir verið unnið þarna töluvert að hafnar- eða lendingarbótum og er nú búið að gera þar góða bátahöfn ásamt „plani“ til síldarsöltunar. í mannvirki þetta er nú búið að eyða um 140 þús. króna, en af því hefir ríkissjóður ekki greitt nema 1/3 hluta. Framlag ríkissjóðsins hefir nfl. verið miðað við styrk til lendingarbóta. Um verk þetta má óhætt segja það, að eftir því sem helzt verður vitað, er það bæði öruggt og traust.

Að mannvirki þessu stendur aðeins þessi litli og fátæki hreppur, sem þarna á hlut að máli. Það er því sýnilegt, að honum verður ofraun að standa straum af því. Við þm. kjördæmisins

höfum því borið fram frv. þetta til hafnarlaga fyrir kauptúnið, til þess að hlutaðeigendur fái greidda 2/5 hl. kostnaðarins frá ríkissjóði. Jafnframt er ætlazt til, að þeir fái ábyrgð ríkissjóðs fyrir öðrum 2/5 hlutum, en sjálfir greiði þeir 1/5 hluta. Í 1.–2. gr. frv. er farið fram á meiri upphæð úr ríkissjóði en mannvirkið hefir kostað, eða allt að 300 þús., en þetta er miðað við það, að síðar verði gerður þarna hafnargarður, sem stærri skip geti lagzt við, en það er ekki gert ráð fyrir, að þetta komi til framkvæmda fyrr en eftir nokkur ár. Að þetta er sett inn í frv. nú, er til þess, að ekki þurfi að breyta lögunum þegar að þessari breyt. kann að verða horfið. Með. samþykkt frv. myndi hreppurinn fá um 12 þús. kr. umfram það, sem hann hefir fengið.

Sé ég svo ekki ástæðu til þess að fjölyrða frekar um frv. að þessu sinni, og óska, að því verði að umr. lokinni vísað til sjútvn.