06.12.1937
Neðri deild: 43. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 504 í B-deild Alþingistíðinda. (788)

104. mál, mjólkursala og rjóma o. fl.

*Frsm. meiri hl. (Bjarni Ásgeirsson):

Hv. frsm. minni hl. fór að minnast á nokkur ummæli, sem hann taldi sig hafa eftir mér frá síðasta þingi. M. a. taldi hann mig hafa sagt, að bændur. hér í nágrenni Reykjavíkur þyldu ekki meiri lækkun á mjólkurverðinu en þegar væri orðin. Ég minnist nú alls ekki að hafa sagt þetta, sem hv. þm. telur sig hafa eftir mér. Hitt mun ég hafa sagt, að ef mjólkurlögin hefðu ekki verið sett, þá væru bændur hér verr settir en þeir þó eru nú, því mjólkurmarkaðinn, sem bændur hér vestan heiðar myndu vart hafa þolað.

Annars má hv. frsm. minnihl. vita það, að erfiðleikar bænda hér umhverfis stafa ekki af mjólkurl. heldur miklu frekar af því, að það hefir verið falskt mat á flestum jarðeignum hér umhverfis, sem mjólk hefir verið framleidd á. Jarðirnar hafa verið allt of hátt metnar, sem aftur hefir leitt af sér margskonar kostnað fyrir bændurna, og m. a. hefir verið lánað allt of mikið út á þær, sem miðað hefir verið við það, að mjólkursalan væri svo mikils virði. Þetta rangláta mat var einu sinni ekki leiðrétt við framkvæmd kreppulánasjóðslaganna, en þá var lánað of mikið út á jarðirnar, því að þær voru taldar svo mikils virði vegna mjólkursölunnar. Ég tel það siðferðislega skyldu að gera eitthvað fyrir þessa bændur, sem hafa orðið svona hart úti, þó að það sé ekki vegna mjólkurlaganna, því að það er öldungis víst, að ef við bændur hér vestan heiðar hefðum orðið að taka upp harðvítuga baráttu um mjólkursöluna við bændur austursveitanna, þá hefði útkoman orðið miklu verri heldur en hún hefir þó orðið með mjókurlögunum.

Vegna þeirra krafna, sem komið hafa fram um það, að skapa bændum hér vestan heiðar, í nágrenni Reykjavíkur, sérstöðu, þá vil ég benda á, að þeir hafa samkv. frv. sérréttindi, þar sem það er tryggt, að mjólk þeirra getur ekki fallið nema að vissu marki, í stað þess, sem mjólk þeirra, sem selja til vinnslubúanna, getur fallið því nær ótakmarkað. Ég vil nú spyrja hv. þm. Borgf., hvaða ráðstafanir eigi að gera til þess að bjarga þeim mönnum, sem þannig eru settir, að mjólk þeirra getur fallið niður í 7–8 aura. Og hann verður að gæta þess, hv. þm., að það eru fleiri en bændurnir, sem búa hér í grennd við Reykjavík, sem hafa mikilla hagsmuna að gæta í sambandi við mjólkursölumálið. Hann ætti og að athuga það, hv. þm., að það eru alltaf að verða fleiri og fleiri bændur í hinum fjarlægari héruðum, sem byggja alla sína afkomu á mjólkursölu, bændur, sem eru búnir að missa fjárstofn sinn af völdum fjárpestarinnar.

Þá sagði hv. þm., að ég hefði gengið framhjá ýmsum atriðum, sem gerðu búskapinn erfiðan hér í nærsveitunum, en ég hefði þó nefnt í fyrra. Þetta er bar, út í loftið hjá hv. þm., sem hlýtur að stafa af því, að hann hafi ekki heyrt til mín.