09.12.1937
Neðri deild: 45. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 537 í B-deild Alþingistíðinda. (812)

104. mál, mjólkursala og rjóma o. fl.

*Einar Olgeirsson:

Ég hefi áður lýst afstöðu minni til þessa máls, svo ég þarf ekki að fara út í það aftur. En það, sem hv. 2. þm. Reykv. sagði áðan, gaf mér tilefni til að standa upp og segja nokkur orð

Við 2. umr. málsins kom það í ljós, að menn óttuðust, að þessi l. yrðu til þess að mjólkurverð hækkaði í Reykjavík. Ég kom þá með fyrirspurn til hv. flm. þessa frv. og fór fram á, að þess gæfu yfirlýsingu um, að engin hætta væri á því. Ég fékk ekki skýrt svar við þessari fyrirspurn þá. Nú höfum við heyrt, hvernig full trúar íhaldsins hér í hv. d. fara að því að nota sér ótta fólksins í Reykjavík við hugsanlega hækkun á mjólkinni, og reyna að slá sér upp á henni. Það var einkennilegt að sjá þá verkaskiptingu, sem átti sér stað hjá hv. þm. Sjálfstfl. í þessari deild. Við 2. umr. málsins talaði hv. þm. G.-K. langt og mikið mál um það, að með þessari l. eigi að drepa bændur í nágrenni Rvíkur. Hann talaði um, hvílík réttarskerðing þetta væri gagnvart þeim og bar þá mjög fyrir brjósti þá menn, sem harðast hafa gengið fram í því að halda uppi háu mjólkurverði gagnvast neytendum í Rvík. Nú kemur annar þm. úr Sjálfstfl., hv. 2. þm. Reykv., með allt aðra hlið á málinu, sem sé þá, að það eigi að fara að vega að neytendum í Rvík og hækka mjólkarverðið fyrir þá. Það er kyndugt að sjá þessa verkaskiptingu hjá íhaldinu hér. Þetta er að vísu ekki nýtt. Þeir hafa vanið sig á þetta og beita þessu hvað eftir annað. Annar talar fyrir bændur í sveitunum, en hinn fyrir neytendurna í kaupstöðunum, og þannig geta menn úr sama flokki leyft sér að segja við bændar úti um sveitirnar, að þeir vilji hafa hátt mjólkurverð, en með hinni tungunni segja þeir við neytendurna í Rvík, að þeir vilji hafa mjólkurverðið sem lægst. Það er dálítið einkennilegt, að íhaldsmenn segjast allt í einu vesa orðnir á móti háu mjólkarverði, því mjólkurhringurinn, sem er tökubarn íhaldsins, hefir haldið uppi háu mjólkurverði lengst af. Þegar við í Kaupfélagi alþýðu vorum að brjóstast í því að fá samninga við mjólkurbúin austanfjalls til þess að fá mjólkina fyrir lægra verð en hringurinn lét hana fyrir, þá þutu þeir í mjólkurhringnum upp til handa og fóta og gerðu allt, sem þeir gáta, til þess að drepa niður hverja viðleitni í þá átt að lækka mjólkurverðið. Það kemur því úr hörðustu átt, þó maður sé nú vanur lýðskrumi frá íhaldinu, þegar þessir herrar beita sér fyrir því, að mjólkurverðið hjá neytendum í Rvík sé ekki hækkað, enda er ég hræddur um, að neytendurnir í Rvík trúi þeim ekki mikið, hvað þetta snertir.

En ég vil sérstaklega vekja eftirtekt Framsfl. á því, að það er engin ástæða til þess að gefa íhaldinu undir fótinn með þetta lýðskrum, því hann hefði átt að lýsa því ótvírætt yfir, að menn þyrftu ekki að óttast, að mjólkurverðið hækkaði. Ég fór fram á það til þess, að við hefðum það svart á hvítu, að slík yfirlýsing hefði verið gefin, ekki sízt út frá þeim tilraunum, sem fulltrúar íhaldsins hafa vesið að gera hér á þessa þingi til þess að beita fyrir sig lýðskrumi.

Það er líka annað, sem mig langar til að minnast á. Hr. 2. þm. Reykv. kem inn á tvöfalda skattinn svokallaða í þessa sambandi, og talaði um hann sem eina þjóðlygina sem Framsfl. hefði tekizt að koma inn hjá þjóðinni. Það er afasheppilegt að fá þessa yfirlýsingu fram á þessu augnabliki, og það er leitt, að formaður Framsfl. skuli ekki vera staddur hér í d. Það er lærdómsríkt fyrir þá menn, sem fyrir áratug síðan börðust ár eftir ár móti tvöfalda skattinum og börðust ár eftir ár fyrir því að koma þeim skilningi inn hjá þjóðinni, að tvöfaldi skatturinn væri réttlátur, að sjá nú, þegar þeir eru farnir að brosa til hægri og búa sig undir samvinnu við íhaldið, að sjá þá hvernig íhaldið hugsar undir niðri. Það hefir ekki borið á þessa síðan Garðar Gíslason skrifaði sínar frægu greinar á árunum,svo það er langt síðan íhaldið hefir látið bera á þessari skoðun sinni um tvöfalda skattinn. Þeir hafa ekki verið að hampa henni mikið upp á síðkastið, eftir að þeir tóka upp lýðskrumsaðferðina. Þeir þykjast jafnvel upp á síðkastið vera orðnir samvinnumenn. Það er þess vegna mjög heppilegt í þessum tímamótum, að það skuli við sérstök tækifæri gægjast undan sauðargærunni sá sami andi og var 1923 og þar í kring. Þeir þm. Framsfl., sem eru kannske að hugsa um að taka á einhvern hátt upp samvinnu við Íhaldsfl., mega þess vegna af þessum orðum hv. 2. þm. Reykv. greinilega sjá, á hverja þeir mega eiga von að því er snertir samvinnuhreyfinguna, og ég kann hv. 2. þm. Reykv. beztu þakkir fyrir.