08.12.1937
Neðri deild: 44. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 599 í B-deild Alþingistíðinda. (870)

53. mál, lestrarfélög og kennslukvikmyndir

*Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Þessi gr., sem hv. þm. gat um, er shlj. þeirri, sem var í frv. upphaflega, en ástæðan fyrir því, að kaupstaðir og kauptún, þar sem eru starfandi bæjar- eða sýslubókasöfn, eru tekin undan, er sú, að í flestum tilfellum er veittur nokkur sérstakur styrkur til þeirra bókasafna. Hitt er önnur ástæðan, að þessi bókasafnastyrkur er aðallega miðaður við smærri bókasöfn, bókasöfn eða lestrarfélög, sem starfa á litlum svæðum og helzt á ekki stærra svæði en einn hreppur er. Þau koma að því meira gagni, því minna svæði sem þau starfa á, og þess vegna tel ég fyrir mitt leyti réttmætt, að þau séu styrkt sérstaklega, enda hefir ekki styrkur komið til þeirra í fjárl. eins og hinna bókasafnanna, sem hér eru undanþegin. Aftur á móti skil ég þessa gr. svo, að ef einhver þessara bókasafna liggja fyrir utan kauptún eða kaupstaði, þá séu þau styrkhæf samkv. þessum 1.