20.12.1937
Efri deild: 53. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 601 í B-deild Alþingistíðinda. (880)

53. mál, lestrarfélög og kennslukvikmyndir

Guðrún Lárusdóttir:

Ég ætla nú ekki að gera mikinn ágreining, þó að ég beri þessa brtt. fram. — Í frv. eins og það var upphaflega, var gert ráð fyrir 10% viðbót við skemmtanaskattinn, til þess að stofna sjóði fyrir lestrarfélög. Þá hafa komið fram tvær brtt., sem önnur gerir ráð fyrir 12%, en hin 15% skatti, og hefir sú till. verið samþ. í Nd. Nú ber ég fram till. um að lækka nokkuð þennan skatt. Það er oft svo um skemmtanir, að þær eru haldnar í góðgerðaskyni eða til að styrkja gott málefni. Má því segja, að hér sé verið að taka úr vasa eins, sem vinnur að góðu málefni og láta í vasa annars, sem líka vinnur að góðu málefni. En ég legg þó til, að þessi skattur sé lækkaður úr 15% niður í 10%.