24.11.1937
Efri deild: 34. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 651 í B-deild Alþingistíðinda. (943)

21. mál, bændaskólar

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Ég sé nú í sjálfu sér ekki, að það sé svo mikill munur á hinni skrifl. brtt. og því, sem meiri hl. n. leggur til. Munurinn er sá, að hjá okkur er það tekið upp sem regla, að nemendur skuli hafa starfað eitthvað að landbúnaði, en við gerum hinsvegar mögulegt fyrir alla að komast í skólana. Við, sem höfum fengizt við kennslu í bændaskólunum, vitum það vel, að það er miklu betra fyrir nemendur að vera búnir að vinna eitthvað í því Fraktíska lífi áður en þeir koma í skólana, og þess vegna álít ég, að það eigi að vera höfuðreglan, hvort sem þetta þurfa nú að vera 2 ár. En eins sjálfsagt og það er, að þetta sé höfuðreglan, þá er það vitanlega rétt að útiloka ekki hina. En við teljum sem sagt rétt að láta pilta úr sveit sitja fyrir, þar sem þeir óneitanlega hafa miklu betri skilyrði til að nota sér námið til fullnustu. Af þessum ástæðum tel ég, að það sé réttara að lofa gr. að standa með þeirri breyt., sem meiri hl. leggur til, að gerð verði á henni. A hinn bóginn tel ég svo sem ekkert skaða þó að brtt. hv. 10. landsk. yrði samþ.

Hv. 10. landsk. beindi fyrirspurn til hæstv. ráðh. um kostnaðarhlið málsins. Hæstv. ráðh. mun svara henni sjálfur en ég vil bara benda á, að beinn kostnaðarauki af þessu þyrfti ekki að vera annar en sá, að bæta þyrfti við einum kennara. Hitt getur náttúrlega verið, að ef frv. yrði að l., þá yrði það til þess að meira yrði hugsað um skólana en oft hefir viljað brenna við. Það hefir nú verið svo með þessa skóla, eins og aðra skóla, að fjárhagur ríkisins hefir verið þannig. að hann hefir ekki leyft, að þeir hafi fengið það fé, sem þeir, sem að skólunum hafa staðið, hafa talið nauðsynlegt. En ég er ekki frá því, að slík 1., sem hér er gert ráð fyrir, mundu geta leitt til þess, að fjárveitingavaldið fengi meiri áhuga fyrir að gera skólana betur úr garði en stundum áður hefir verið. Þetta gæti því haft í för með sér óbein útgjöld, en vitanlega verður það eftir því, hvernig meiri hl. Alþ. er stemmdur á hverjum tíma gagnvart skólunum.