09.12.1937
Efri deild: 45. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 671 í B-deild Alþingistíðinda. (990)

28. mál, bæjargjöld í Vestmannaeyjum

Frsm. (Magnús Jónsson):

Fjhn. hefir orðið sammála um að mæla með frv. Formaður hennar var að vísu ekki viðstaddur; hann var veikur, en við hinir vorum á einu máli. — Eins og hv. þdm. er kunnugt, eru samkv. frv. um tekjur bæjar- og sveitarfélaga og eftirlit með þeim felld niður allmörg sérákvæði um sérstaka tekjuöflun kaupstaða. Þar er þó svo fyrir mælt, að þau ákvæði falli ekki niður fyrr en í árslok 1938. Nú stendur svo á um ákvæðin, sem hér er um að ræða, að þau falla niður nú um áramótin, nema þetta frv. verði samþ. og þau þannig framlengd til ársloka 1.938 í samræmi við önnur hliðstæð fyrirmæli. — Nefndinni þótti það rétt og leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt.