03.05.1938
Neðri deild: 60. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 711 í B-deild Alþingistíðinda. (1019)

46. mál, samvinnufélög

Atvmrh. Skúli Guðmundsson):

Hv. 4. landsk. sagði, að brtt., sem hann ber fram ásamt hv. þm. A.- Húnv., miði að því að heimila hlutfallskosningar í samvinnufélögum, ef ákveðinn hluti félagsmanna óskar þess. Þetta er ekki rétt hjá honum, því að samkv. þessari brtt., ef hún verður samþ., eru hlutfallskosningar fyrirskipaðar í félögunum. Það er tvennt ólíkt, að heimila eða fyrirskipa slíkt. Ég fæ ekki séð, að þörf sé á að koma slíku ákvæði inn í h um samvinnufélög, og ég hefi ekki orðið þess var, að kúgun væri beitt, og er ég nokkuð kunnugur í ýmsum samvinnufélögum. Ég hefi ekki heyrt, að það hafi árekstrum valdið, þótt slík fyrirskipun hafi ekki verið gildandi l. Eins og hv. 4. landsk. tók fram, munu sumstaðar hafa verið notaðar hlutfallskosningar í samvinnufélögunum, eins og t. d. í Kaupfélagi Austur-Húnvetninga. Hverju samvinnufélagi er heimilt að hafa hlutafallskosningar á sínum fundum, ef það þykir heppilegra. Þetta á að vera sérmál félaganna og þau eiga að ráða því sjálf, hvernig þau haga þessum kosningum. Hv. 4. landsk. vitnaði t. d. til nýju sveitarstjórnarl. og sagði, að þar væru fyrirskipaðar hlutfallskosningar og eins eigi það að vera í samvinnufélögnnum. Ég vil benda honum á, að þetta er ekki rétt. Hlutfallskosningar eru alls ekki undantekningarlaust fyrirskipaðar í sveitarstjórnarl. Fyrst um sinn verður það sennilega víða þannig í sveitahreppum, að hlutfallskosningar verða ekki viðhafðar. Ég vil því leggja á móti því, að þessi brtt. þeirra hv. 4. landsk. og hv. þm. A.-Húnv. verði samþ., og tel hana óþarfa með öllu.