03.05.1938
Neðri deild: 60. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 713 í B-deild Alþingistíðinda. (1021)

46. mál, samvinnufélög

*Stefán Stefánsson:

Hv. þm. A.-Hún. hefir í raun og veru tekið af mér ómakið viðkomandi því, sem hæstv. atvmrh. sagði um samanburðinn á þessu ákvæði, sem tekið er upp í þessa till., og hliðstæðu ákvæði í sveitarstjórnarlögunum. Í hvorutveggja tilfellinu er skylt að hafa hlutfallskosningar, ef 1/10 hlutaðeigandi manna óskar eftir því. Þetta er því alveg það sama og gildir í sveitarstjórnarlögunum, að því viðbættu, að í því tilfelli nægja 25 menn.

Þá talaði hæstv. ráðh. um, að þetta væri sérmál þessa einkafélagsskapar, samvinnufélagsskaparins. Ég vil benda á, að búnaðarfélagsskapurinn var einnig sérfélagsskapur.

Því ekki að láta eitt og sama ganga yfir samvinnufélagsskapinn og búnaðarfélagsskapinn? Mér sýnist það rétt og sanngjarnt.

Ég hefi svo ekki fleiru við að bæta. Það hefir ekkert komið fram gegn brtt., því að það, sem hæstv. atvmrh. kom fram með, var aðeins veikur andróður, sem var á litlum eða engum rökum byggður.