03.05.1938
Neðri deild: 60. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 715 í B-deild Alþingistíðinda. (1026)

46. mál, samvinnufélög

*Jakob Möller:

Það er ekki eins mikil fjarstæða að bera saman samvinnufélögin og búnaðarfélögin. a. m. k. í þessu efni, eins og hv. þm. Barð. vill vera láta, því að þótt búnaðarfélögin séu að vísu að lögum meira í sambandi við búnaðarfélagsstarfsemina og njóti styrks að lögum. þá er það svo í framkvæmdinni með samvinnufélögin, að eins og nú er, þá er í rauninni ekki ekki hægt að stofna ný samvinnufélög, þar sem samvinnufélög eru fyrir. Þannig að þau njóti sömu réttinda og fríðinda. Að þessu leyti eru kosningar í búnaðarfélögum og samvinnufélögum fullkomlega sambærilegar. Samvinnufélagsskapurinn er að vissu leyti lögverndaður félagsskapur, og geta menn þar notið réttinda að lögum, sem þeir geta ekki notið annarsstaðar. Það er að vísu frjáls félagsskapur að nafninu til, eins og hv. þm. Barð. sagði, en þegar þannig er um búið, er óhjákvæmilegt að haga sér gagnvart honum sem lögbundnum félagsskap, og þess vegna verð ég að telja það fullkomlega réttmætt, sem í þessari till, felst, að þar skuli fara fram hlutfaliskosningar, ef þess er krafizt, eins og gert er ráð fyrir.