05.05.1938
Efri deild: 64. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 724 í B-deild Alþingistíðinda. (1049)

136. mál, gerðardómur í farmannakaupdeilu

*Frsm. (Magnús Jónsson):

Allshn. hefir skotið á fundi og lesið frv. í gegn, og sömuleiðis voru á fundinum þeir, sem náðist til úr allshn. Nd. Við athuguðum frv., sem eðlilega var nokkuð stutt, kom það að vísu fram, að þau tvö eimskipafélög, sem nefnd eru fyrir utan Eimskipafélag Íslands og Skipaútgerð ríkisins, munu hafa þá sérstöðu við hliðina á hinum, að þar hefir í raun og veru ekki verið um neina deilu að ræða, og þau hafa að miklu leyti staðið utan við þetta mál allt og meðferð þess, og það var þess vegna ekki í sjálfu sér nauðsyn á því að láta þau vera með í þessum l. um gerðardóm. En n. leit svo á, að ekki væri ástæða til að breyta þessu ákvæði, þar sem þau eru í sjálfu sér bæði aðiljar, og báðir aðiljar mega semja sín á milli, þannig að það gangi fyrir ákvæðunum í þessu frv. N. ákvað því að breyta þessu ekki. einnig til þess að vekja ekki um það neinar deilur eða tefja fyrir málinu með frekari rannsóknum á því.

Að öðru leyti hefir n. borið frv. saman við þau gerðardómslög, sem sett voru hér nokkru fyrr, og ber þeim saman í öllum tekniskum atriðum, og virðist þar ekki hafa slæðzt inn neitt, sem ástæða sé til að athuga frekar.

N. hefir því lagt til, að frv. verði samþ. óbreytt að öðru leyti en því, að leiðrétt verði sú villa, sem ég benti á við 1. umr. og er sú, að í frv. er tekið upp skakkt nafn á einu félagi, því að þar var talað um eimskipafélagið Eddu í staðinn fyrir eimskipafélagið Ísafold, sem gerir út skipið Eddu.

Það liggur ekki fyrir prentað nál. um þetta, en n. leyfir sér að bera fram brtt. við 1. gr. um það, að í stað „eimskipafélagsins Edda h/f“ komi: eimskipafélagsins Ísafoldar h/f.

Ég vil fyrir hönd n. afhenda hæstv. forseta þessa brtt.