05.05.1938
Efri deild: 64. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 725 í B-deild Alþingistíðinda. (1054)

136. mál, gerðardómur í farmannakaupdeilu

*Frsm. (Magnús Jónsson):

Ég get í raun og veru ekki svarað nema fyrir mig, því að ég hefi ekki haft tækifæri til þess að bera mig saman við n. En þar sem hér er ekki um annað að ræða en leiðréttingu, og hæstv. forseti hefir lýst því yfir, að hann muni láta leiðrétta þetta í prentun, og telur það leyfilegt, þá mun ég svo framarlega sem enginn nm. hreyfir andmælum gegn því, taka brtt. aftur upp á það, að hún komist ekki að framar og frv. verði skoðað eins og þar standi Eimskipafélagsins Ísafoldar“.

Í þessu sambandi vil ég taka það fram, að ég hefði alls ekki óskað eftir því út af fyrir sig, að málið færi til n., til þess að leiðrétta þessa einföldu villu. En ég býst við, að þm. sé nokkur vorkunn, ef þeir sjá svona villu í frv., sem samið er í flýti, þótt þeim geti dottið í hug, að inn í það kunni að hafa slæðzt fleiri villur. Ég minnist þess, að það er ekki langt síðan átti að afgr. eitt merkilegt skattafrv. hér á þingi án þess að það færi til n., en það hafði þá gleymzt að framlengja einn aðaltekjustofninn. Það getur verið, að það sé eins heppilegt, þegar mál eru afgr. fljótlega, að þau fari til n.

Annars mun ég taka brtt. aftur, svo framarlega sem enginn nm. mælir gegn því.