05.05.1938
Neðri deild: 63. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 729 í B-deild Alþingistíðinda. (1065)

136. mál, gerðardómur í farmannakaupdeilu

*Finnur Jónsson:

Ég get viðvíkjandi afstöðu Alþfl. til málsins vísað til yfirlýsingar sem hv. 3. landsk. gaf um afstöðu Alþfl. til lögþvingaðra gerðardóma yfirleitt. Sú afstaða hefir verið mörkuð af þm. flokksins við afgreiðslu gerðardómanna, sem afgr. voru á þessu þingi í tilefni af kaupdeilu sjómanna og útgerðarmanna í byrjun síðustu vertíðar. Alþfl. telur slíka gerðardóma varhugaverða vegna fordæmis. En þar sem samkomulag hefir náðst á milli aðiljanna í þessari kaupdeilu, stýrimanna og útgerðarmanna, um það, að gerðardómur skeri úr, og þar sem hér er ekki um það að ræða að lögbjóða gerðardóm 'á móti vilja hvorugs aðiljans, heldur eingöngu til þess að staðfesta þetta samkomulag, en aðalatriðið er að tryggja það með lögum, að stýrimennirnir verði ekki að neinn leyti látnir gjalda þátttöku sinnar í deilunni, þá mun Alþfl. greiða þessu frv. atkv. Þrátt fyrir það hefir hann ekki að neinu leyti horfið frá sinni fyrri afstöðu um skipun slíkra gerðardóma.

Hv. þm. G.-K. virðist vilja skilja eitthvað á milli félags og félagsstjórnar eða jafnvel félagsstjórnar og framkvæmdastjórnar. Í blaði Sjálfstfl. í morgun kemur það berlega í ljós, að það telur það ekki hafa legið undir úrskurði stj. félagsins, hvort hér sé um eitthvert það athæfi að ræða, sem komi í bága við hagsmuni félagsins, heldur liggi slíkt undir úrskurð aðalfundar. — Eftir þeirri grein, sem hv. þm. G.- K. las upp áðan, virðist það vera álit félagsstj., sem hér er um að ræða, og eins og fram kom í samningunum við stýrimennina, þá lítur út fyrir, að a. m. k. innan félgsstj. hafi verið einhverjar raddir uppi um það, að stýrimennirnir hafi að einhverju leyti unnið á móti hagsmunum Eimskipafélags Íslands, og væri því rétt að láta þá gjalda þess með því að svipta þá eftirlaunarétti. Og þó að ekki lægi annað fyrir en þetta í Morgunblaðinu, þá liggur mjög nærri að álykta, að löggjafinn sé beinlínis að veita stýrimönnunum vernd með þessu frv., og að því leyti sé það réttarbót fyrir þá. Að öðru leyti nær það vitanlega engri átt að vera að sundurgreina það, að félagsstj. eða framkvæmdastj. geti ráðið öllu um þessi máli.

Um brtt. þá, sem hv. 3. þm. Reykv. ber hér fram f. h. Kommfl., er það að segja, að hún virðist í raun og veru, ef hún hefir einhverja meiningu, miða að því, að ástandið í þessari deilu verði óbreytt. Í tillgr. er gert ráð fyrir, að hvorugur aðilinn láti hinn gjalda þátttöku sinnar í deilunni á neinn hátt. Hv. 3. þm. Reykv. f. h. Kommfl. vill láta launakjörin vera óbreytt á skipunum. En nú er það vitanlegt, að ef þessi kjör eiga eitthvað eð breytast, þá breytast þau ekki, nema annarhvor aðilinn gjaldi einhvers við það. Þar sem Eimskipafélagið hefir neitað að láta gerðardóminn, sem aðiljar voru búnir að koma sér saman um, taka til starfa, ef þetta fylgdi, þá er vitanlega gersamlega þýðingarlaust, ef menn vilja fá lausn á þessari deilu, sem sérstaklega hefir verið óskað eftir af hálfu stýrimanna, að afgr. þetta frv., nema því aðeins að ákveða, að gerðardómurinn taki til starfa. Eimskipafélgið hefir neitað þessu atriði, þegar það var sett fram af hálfu stýrimanna, og ef ekki verða gerðar neinar ráðstafanir af Alþ., þá litur út fyrir, að þessi deila myndi standa í stað, ef till. hv. 3. þm. Reykv. og þeirra félaga hans í Kommfl. næði fram að ganga.

Fyrir þá, sem heldur vilja leysa deiluna á þann hátt, sem verkalýðurinn í deilunni, stýrimennirnir, hafa farið fram á, liggur því ekki annað fyrir en að greiða atkv. með þessu frv. óbeyttu og þó að Alþfl. sé að vísu á móti lögþvinguðum gerðardómum í kaupdeilum, mun hann geta fylgt þessu frv. á þeim forsendum, að deiluaðiljar voru búnir að koma sér saman um gerðardóminn.