05.05.1938
Neðri deild: 63. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 731 í B-deild Alþingistíðinda. (1066)

136. mál, gerðardómur í farmannakaupdeilu

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég vil leyfa mér að þakka hv. þm. fyrir undirtektirnar undir þetta mál.

Ég álít, að brtt., sem hér kemur til atkv. við 2. umr., sé óþörf og til mikilla skemmda. ef hún væri samþ., því að þó að þetta atriði út af fyrir sig, að deiluaðiljar skuli ekki gjalda þess. að þeir hafi tekið þátt í deilunni, væri ákveðið með l., þá hefir Alþ. ekki þá tryggingu. sem það getur gert sig ánægt með, fyrir því, að deiluaðiljar komi sér saman um önnur atriði gerðardómsins, svo mikil stífni, sem í þetta mál er komin, því gæti svo farið, þó að þessi brtt. væri samþ., að málið væri óleyst. — En ef að deiluaðiljar samt sem áður eru færir um að koma sér saman um gerðardóm í þessu máli, eftir að hafa fengið álit Alþ., það sem kemur fram sérstaklega í niðurlagi 1. gr. frv., þá vil ég benda þessum hv. þm. á 6. gr. frv., þar sem er ákveðið, að úrskurður gerðardóms viki fyrir löglega gerðum samningi milli deiluaðilja, á hvaða tíma sem er. Deiluaðiljar gætu komið sér saman um það í kvöld að tilnefna menn í gerðardóminn og láta hann kveða upp úrskurð. Þessi l. koma vitanlega ekki til framkvæmda fyrr en eftir morgundaginn, því að þótt l. yrðu staðfest á morgun, þá er eftir að birta þau og ganga frá öðrum formsatriðum, svo að ef deiluaðiljar eru færir um að ganga frá málinu, án þess að 1. komi til, þá geta þeir gert það samkv. ákvæðum 6. gr. frv. Annars get ég ekki séð, að það öryggi sé fyrir hendi, sem Alþ. verður að óska eftir. ef þannig væri gengið frá málinn. eins og hér er stungið upp á.

Þá er það fyrirspurnin, sem fram kom frá hv. þm. G.-K. viðvíkjandi niðurlagsákvæði 1. gr. Hann sagðist skilja þessi ummæli þannig, að það væri ætlazt til, að sakir féllu niður, og það er vitanlega alveg réttur skilningur, m. ö. o., eins og hann orðaði það, að stýrimennirnir misstu einskis í af þeim réttindum, sem þeir hefðu. en ynnu hinsvegar ekki ný' réttindi. Og þetta er líka réttur skilningur, þ. e., að deiluaðiljarnir séu eins settir eins og þeir voru fyrir deiluna. Þetta felst í niðurlagi 1. gr.

Ég þarf svo ekki að fara fleiri orðum um það, sem hér hefir komið fram, en vil vænta þess. að þó að einhver orð, sem gætu, ef að venju lætur, gefið ástæðu til umr. í þessari hv. d., hefðu fallið við þessa umr., að þær umr. yrðu helzt látnar falla niður í þetta skipti, svo að við getum afgr. málið sem allra fyrst héðan frá hv. Alþ.