02.05.1938
Neðri deild: 59. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 743 í B-deild Alþingistíðinda. (1120)

88. mál, þilplötur o. fl. úr torfi

*Frsm. (Emil Jónsson):

N. hefir athugað þetta frv. og leggur til, að það verði samþ. með örfáum orðalagsbreytingum.

Til þess að fyrirbyggja misskilning vill n. setja orðið „torf“ í staðinn fyrir: íslenzk jarðvegsefni, því að það er það, sem átt er við með frv. — Þá er önnur lítilfjörleg breyt., sem n. vill gera á frv., og hún er sú, að ef framleiðslan stöðvast í 3 ár og ekki verður neitt af henni unnið á því tímabili, þá falli einkaleyfið úr gildi. N. var sammála um þessar brtt. Auk þess hefir hv. 6. þm. Reykv. áskilið sér rétt til að bera fram brtt. um leyfistímann.

N. leggur því til, að frv. verði samþ. með þessum breytingum.