19.03.1938
Neðri deild: 29. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 747 í B-deild Alþingistíðinda. (1137)

61. mál, ríkisborgararéttur

Sigurður Kristjánsson:

Ég ætla að lýsa hér brtt. á þskj. 105. Hún er nokkuð seint til komin, en það stafar af því, að ég var að bíða eftir skjölum viðvíkjandi þessari umsókn. Nú eru þau komin og liggja hjá skrifstofustjóra, ef hv. þm. vildu kynna sér þau. Það er nú kannske ekki tími til þess nú, nema ef einhverjar umr. yrðu um málið, en ég get fullvissað hv. þm. um það, að plögg þessa manns eru öll í lagi. Þessi maður heitir Ingólfur Isebarn og er skrifstofumaður hér í bænum. Hann er að vísu fæddur í Noregi, en fluttist hingað til landsins sem barn og hefir verið hér alla stund síðan. Móðir hans er íslenzk.