22.03.1938
Neðri deild: 31. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 748 í B-deild Alþingistíðinda. (1143)

61. mál, ríkisborgararéttur

Sveinbjörn Högnason:

Ég vildi aðeins geta þess í sambandi við till. á þskj. 105, sem olli því, að allshn. óskaði eftir því á þingfundinum í gær, að málið yrði tekið út af dagskrá, að allshn. hefir athugað gögn þessa umsækjanda, sem þar um ræðir, og telur þau í lagi. Og þess vegna leggur hún til, að samþ. verði að veita honum ríkisborgararétt með hinum öðrum, sem nefndir eru á þskj. 97. Hjá öðrum umsækjendum, sem n. hafa borizt umsóknir frá, hafa gögnin ekki verið í lagi.