09.04.1938
Efri deild: 45. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 753 í B-deild Alþingistíðinda. (1156)

61. mál, ríkisborgararéttur

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Út af þeim umr., sem farið hafa hér fram um brtt. á þskj. 215, vildi ég segja örfá orð um mína skoðun á henni, og ég hygg e. t. v. tveggja annara í allshn.

Það er að vísu rétt, sem hv. frsm. n. gat um. að nm. hefðu óbundin atkv. um þessa till. En á fundi í n. í morgun kom það nokkurn veginn fram í ummælum manna, að þeir ættu erfitt með að mæla með till. um veiting ríkisborgararéttar, án þess að hafa nokkur skjöl fyrir sér um það, hvort viðkomandi maður ætti hann með lögum eða ekki. Ég lít svo á. að það minnsta, sem hægt sé að krefjast, þegar um beiting ríkisborgararéttar er að ræðu, sé það. að öll lögákveðin skjöl liggi fyrir Alþingi á hverjum tíma. Hitt er aukaatriði í mínum augum, hvort einhver maður kann að eiga þennan rétt eða ekki.

Það eru álitin svo mikil hlunnindi fyrir útlendinga að fá ríkisborgararétt hér á landi, að árið 1935 var hert allmikið á 1. um það, hvenær menn fá þennan rétt og hvenær þeir missa hann. Og þeir, sem um ríkisborgararétt sækja, verða að uppfylla ákveðin skilyrði, til þess að Álþingi megi veita þeim hann.

Ég vil á engan hátt draga það í efa, að þessi umræddi maður, sem hv. till.- maður skýrði frá, eigi þennan rétt, og að hv. flm. hafi skýrt rétt frá öllum málavöxtum. þó að ég verði að játa, að ég minnist þess ekki, að umr. hafi orðið um hann í allshn. á þeim tíma, sem skjölin eiga að hafa legið fyrir henni. En það hefir viljað svo til, að þessi skjöl hafa glatazt. Og frá mínu sjónarmiði liggur ekkert annað fyrir en það, að gera verði kröfu til þess, að viðkomandi maður afli sér lögmætra gagna, áður en tekin er ákvörðun um það, hvort hann fær ríkisborgararétt.

Það er sagt, að þetta valdi umræddum manni óþæginda og kostnaðar. Óþægindin eru þau, að hann verður að biða einu árinu lengur eftir að fá réttinn en ella. Um kostnaðinn, sem af þessu kann að leiða, skal ég ekkert segja, en mér þætti ekki nema eðlilegt, að Alþingi yrði að borga þann kostnað á sínum tíma, fyrir að hafa glatað gögnunum. Nú er hér um norskan ríkishorgara að ræða, og hygg ég, að engin líkindi séu til þess, að maðurinn verði kallaður heim til sins föðurlands, þótt hann biði eitt ár enn. Mér skilst, að hann eigi hér fast starf og hafi myndað sér heimili, og séu allar líkur til þess, að maðurinn muni dvelja hér til frambúðar. Það er því engu tapað, þótt hann bíði eftir því, að hann geti lagt fram þau skilríki, sem l. krefjast. Þetta er mín afstaða. Ég legg til, að till. verði felld, ef flm. vill ekki taka hana aftur með það fyrir augum, að koma með öll tilheyrandi skjöl á næsta þingi. Ég er mótfallinn því, að málið verði tekið af dagskrá núna, vegna þess að ég býst ekki við, að það gerist neitt á tveimur dögum, sem geti raskað afstöðu minni.